top of page

Fréttir 

 

Sæl 29.5.2015

Þá er ágætis vika að baki hér í unglingadeildinni. 8. og 9. bekkur tók Raunveruleikana með trompi og höfðu vonandi gagn og gaman af.

Næsta vika lítur svona út:

Mánudagur: Venjulegur skóladagur skv. stundaskrá
Þriðjudagur og miðvikudagur: Vorþemadagar (dagskrá auglýst síðar, stjórnast m.a. af veðri)
Fimmtudagur: Dagur nýrra námshópa (dagskrá auglýst síðar, stjórnast m.a. af veðri)
Föstudagur: Skólaslit

Annars bestu kveðjur héðan, kennarar

 

 

Sæl öll-15.5.2015

Góð fjögurra daga vika að baki og nú líður senn að lokum þessa skólaárs. Allt á fullu í skilum á verkefnum og kynningum og síðustu áætlanir í öllum greinum smám saman að klárast.

Næsta vika er fimm daga vika. Kennsla verður nokkuð hefðbundin þessa síðustu daga. Langar að benda ykkur öllum, foreldrar og nemendur, á að vera dugleg að fara inn á heimasíðu unglingadeildar og líta vel yfir áætlanir allra greina.

Í stærðfræði er próf hjá 9. bekk á mánudag . 8. bekkur hefur lokið öllum könnunum vetrarins en eru að vinna í kaflanum tölur. Í 10. bekk er hver og einn að vinna eftir sínu skipulagi og bera ábyrgð á því skipulagi sjálf hvað varðar próf og verkefnaskil/áætlanaskil..

í ensku halda kynningar áfram hjá þeim sem enn eiga eftir að kynna enskuverkefnið sitt en hinsvegar er vinna í áætlun hjá þeim sem nú þegar hafa kynnt.

Í íslensku eiga nemendur að vera lesa í skáldsögum síns árgangs og ættu nú á sunnudag að vera næstum búnir með sínar bækur þar sem stutt er próf úr lestrinum (sjá heimasíðu hvað prófadaga varðar).

Í þema og dönsku hafa nemendur að mestu lokið verkefnum annarinnar en það sem útaf stendur verður klárað nú á þessum síðustu dögum.

Góða helgi og bestu kveðjur,
Agnes, Atli, Árni, Ása, Herdís og Magnús
 

 

 

Vikan 13.-17. apríl

 

Sæl öll

Vikan gekk ágætlega. 8. og 10. bekkur fengu matsmöppu með sér heim og gott væri að fá möppurnar undirritaðar eftir helgi.

9. bekkur fær möppurnar með sér heim á mánudaginn.

Í vikunni lærðu nemendur meðal annars um einokunarverslun Dana, seinni heimsstyrjöldina og Hitler og kalda stríðið.

Endilega kíkið inn á naustaskoli.tk til að athuga með verkefnaskil.

Kveðja, kennarar

 

 

 

 

 

Vikufréttir 7.-10. apríl 2015

 

Sæl öll

 

Skólastarfið fer vel af stað í unglingadeild eftir páskafrí. Vikan nokkuð hefðbundin þrátt fyrir að vera einungis fjögurra daga kennsluvika en þar mátti m.a. finna verkefnavinnu, próf og fræðslu og svo auðvitað skil á hinni stórkostlegu íslenskuritgerð sem allir nemendur áttu að skila í síðasta lagi á þriðjudeginum (7.apríl) eftir páska.

 

Næsta vika er einnig nokkuð hefðbundin. Nemendur hafa nú flestir fengið nýjar áætlanir í hendur og eiga að vera vinna eftir þeim í næstu viku (sjá áætlanir á heimasíðu unglingadeildar/og eða í vinnumöppum nemenda). Okkur langar að hvetja ykkur foreldra til að fara reglulega með barni ykkar inn á heimasíðu unglingastigs (naustaskoli.tk) og athuga hvað þar er í gangi. Við sjáum töluverða fylgni milli þess hve vel foreldri þekkir heimasíðuna og því hversu vel barnið nýtir hana. Endilega verið því góð fyrirmynd og skoðið og lærið á hvernig hún virkar.

 

Nú er farið að síga á seinni hluta þessa skólaárs og afar fáar vikur sem eru heilar kennsluvikur. Það er því enn mikilvægara að nemendur séu duglegir að vinna vel heima til að komast yfir allt námsefnið þ.e.a.s. nái þeir ekki halda sig nógu vel við efnið til að klára meðan þeir eru hér í skólanum.

 

Á vordögum vakna nemendur sjálfir líka oft upp við þann vonda draum að skólaárið sé að verða búið og að afrakstur vinnu vetrarins sé kannski ekki alveg eins og þeir hefðu helst kosið. Það er hinsvegar sjaldan of seint að bæta sig. 

Með hliðsjón af þessu viljum við því minna ykkur á að vera dugleg að spyrja og fylgjast með námi barna ykkar meðan á þessum yndislega mótunartíma unglingsáranna stendur. Við kennarar gerum kröfu um að þau séu sjálfstæð og ábyrg fyrir sínu námi/námsgögnum og það er gott að þau finni að þau hafi stuðning heima meðan að þau eru að læra nýtt vinnulag og að skipuleggja tíma sinn. Jákvæð umræða heima fyrir um nám og skólann er alltaf til bóta og hjálpar nemendum að sjá tilgang með vinnu sinni og við að leggja meiri metnað í verkefnin sín ásamt því að stuðla einnig að jákvæðari samskiptum í kennslustofunni. Það stóð víst einhversstaðar að það þyrfti heilt þorp til að ala upp barn og því er nauðsynlegt að við vinnum þetta saman.

 

Bestu kveðjur og góða helgi, 

Agnes, Atli, Árni, Ása, Herdís og Magnús.

 

P.S. Við erum mikið ræða snjallsímanotkun nemenda í skólanum og hversu truflandi þeir geta verið. Í lausnaleitarvinnu hvað þetta vandamál varðaði komu nokkrir nemendur 10. bekkjar með þá tillögu að hafa svokallaða "snjallsímakörfu" á hverju kennslusvæði og að í byrjun hverrar kennslustundar myndu allir nemendur á því svæði setja símann sinn í körfuna. Afskaplega gott þegar nemendur sjálfir koma með lausnir og höfum við haft þetta svona þessa vikuna og það hefur gengið einstaklega vel.

?

Í vikunni birtist svo þessi frétt á RÚV (sjá hlekk hér að neðan) og okkur fannst það skemmtileg tilviljun. Endilega lesið.

 

http://www.ruv.is/frett/snjallsimar-ogna-fjolskyldulifi

 

 



Virkilega góð vika að baki í skólanum. Útivistardagur í fjallinu sem átti að vera í vikunni var felldur niður og því var allt með hefðbundnum hætti.

Í íslensku kynntu krakkarnir stuttmyndirnar sínar sem voru almennt hver annarri glæsilegri. Þau hafa nú farið á fullt í málfræðivinnu á ný ásamt stórskemmtilegu ljóðaþema og verkefnum því tengdu. Engin sérstök skilaverkefni eru í íslensku í næstu viku.


Í ensku fengu allir nemendur nýja lotuáætlun. Áætlunin er komin inn á vef unglingadeildar/enska og geta því bæði nemendur og forráðamenn skoðað þar hvernig þessi námslota er sett upp og hvenær skil eru á verkefnum. Lotan stendur frá 2. feb. - 27. mars. Í lotunni hófu nemendur vinnu í nýju námsefni sem heitir "Spotlight". Námslotunni er skipt í þrjú tímabil og þurfa nemendur að vera búnir með ákveðin verkefni/blaðsíður í "Spotlight" innan hvers tímabils og sýna kennara þau á þremur ákveðnum dagsetningum (16. feb/2. mars/24. mars).
Í ca. enda lotunnar (25. mars) er svo nokkuð stór könnun úr öllu efni vetrarins sem þá hefur verið farið yfir ásamt almennum orðaforða, lesskilngi og ritun. 

Í dönsku eru nemendur að horfa á myndefni og vinna með hlustunarskilning. Engin sérstök skil eru þar.

Í sögu hefur 10. bekkur verið að fara yfir seinni heimstyrjöldina og á 10. bekkur að hafa klárað verkefni henni tengdri á mánudagsmorgunn. 

Í stærðfræði seinkar áætlun örlítið. Kannanirnar sem að tengjast þessari lotu færast því til þessara dagsetninga í þar næstu viku:

8. bekkur fer í könnun mánudaginn 16. febrúar
9. bekkur fer í könnun þriðjudaginn 17. febrúar
10. bekkur fer í könnun þriðjudaginn 17. febrúar

Næsta vika lítur vel út en þar má meðal annars finna fræðslustund hjá bæði 8. og 10. bekk og svo einnig hina margumtöluðu hæfileikakeppni Naustaskóla á fimmtudeginum 12. febrúar milli 10 - 12.

Góða helgi og bestu kveðjur,
Agnes, Atli, Árni, Ása, Herdís og Magnús

 

 

Vikan 26.-30. janúar og næsta vika!

 

Sæl! Vikan byrjaði rólega með þar sem allir kennarar voru veðurtepptir á mánudaginn.

 

Að öðru leyti hafa nemendur meðal annars unnið að kvikmyndagerð í íslensku, gert verkefni um lotukerfi Mendeleevs og snarað dönskum textum yfir á íslensku.

 

Kvikmyndinni á að skila á mánudaginn. Nemendur þurfa að klippa myndina sjálfir og eiga þeir að ljúka því mánudaginn 2. feb. í síðasta lagi.

 

Mikið reynir á samvinnu, frumkvæði og sjálfstæði nemenda í þessari vinnu og nú þegar hafa nokkur frábær verkefni litið dagsins ljós.

 

Í næstu viku er útivistardagur í Hlíðarfjalli á fimmtudaginn (eða föstudag ef veður verður slæmt).

 

Að öðru leyti minnum við á að nemendur eiga að klára bls. 63 í Tungutaki (9. og 10. bekkur) og bls. 25 í Finni (8. bekkur). Búið er að ræða við þá nemendur sem þurfa að ljúka þessu. Vinsamlegast styðjið börnin ykkur í þessu.

 

Að lokum bendum við á símanotkun nemenda hefur verið of mikil að undanförnu. Gripið verður til aðgerða á næstu vikum vegna þessa.

 

Kveðja, kennarar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ágrip úr föstudagspósti fyrir vikuna 6. - 9. janúar 2015

 

- Viðtalsdagar eru í næstu viku á fimmtudegi (15. jan.) og föstudegi (16. jan.). Nemendur eiga að mæta með foreldrum í viðtölin.

- Nemendur skili undirrituðum matsmöppum í skólann við fyrsta tækifæri hafi það ekki gerst nú þegar.

- Pennaveski margra nemenda orðin nokkuð rýr og því væri mjög gott að fylla vel á þau nú í byrjun árs.

 

Viljum einnig minna á eftirfarandi:

 

Enska: Í síðasta lagi næsta miðvikudag 14. jan. (frí á fim. og fös.) eiga allir nemendur að vera búnir að klára að lesa kjörbók sína og og sýna Herdísi enskukennara „Book report „ verkefnið um bókina. Verkefnið taka nemendur svo heim með sér yfir frídagana (fim- sun.) og æfa flutning og kynningu á bókinni ef þarf. Kynningin á bókinni /flutningur verkefnis fer svo fram fyrir samnemendur og enskukennara í vikunni á eftir (19. – 23. jan.).

 

Íslenska: Fyrir næsta mánudag (12. jan.) eiga nemendur í 9. – 10. bekk að klára niður bls. 39 í Tungutaki og nemendur 8. bekkjar verða að klára niður bls. 16 í Finni. Áttundu bekkingar eiga að nýta sér Málfinn sér til aðstoðar. Margir hafa dregið lappirnar í þessari vinnu og nú er kominn tími til að vinna upp gamlar syndir.

 

Stærðfræði: Skoða lotuáætlun vel og einnig póst frá Ásu ef einhver er. Athugið vel að stærðfræðiprófi sem 9. bekkur á að þreyta þann 23. jan. hefur verið flýtt til 21. jan.

 

 

Vikan 5.-9. janúar 2015

 

Gleðilegt nýtt ár! 

 

Þessi vika er með hefðbundnu sniði hjá okkur og vonandi mæta allir ferskir eftir gott jólafrí. Kennsla er samkvæmt stundaskrá. Þar á meðal eru útiíþróttir og þá er auðvitað einkar gott að vera klæddur eftir veðri.

 

Í ensku eiga nemendur að halda áfram lestri kjörbókar.

 

Á fimmtudag verður áhugasviðsvinna nemenda til sýnis á sal frá 13:15-14:00. Foreldrar eru að sjálfsögðu hvattir til að mæta og sjá afraksturinn.

 

Þeir sem eiga eftir að skila matsmöppum sínum undirrituðum af forráðamönnum eru hvattir til að gera það. 

 

Í næstu viku eru svo viðtalsdagar fimmtudaginn 15. og föstudaginn 16. janúar.

Góðar stundir!

 

 

Vikan 15.-19.des

Síðasta vikan fyrir jól og hún er jólaleg. Mánudagur, þriðjudagur og föstudagur eru tileinkaðir jólunum.

Miðvikudag og fimmtudag munum við þó kenna skv. Stundaskrá.

Í þessari viku er þetta helst:

Mánudagur: Jólaþema

Þriðjudagur: Jólaþema

Miðvikudagur: Kennsla skv. stundaskrá.

Fimmtudagur: 9.b stúlkur - Ferð í Norðurorku=Ferð frestað

10:10 - Félagsvist nemenda - Foreldrar velkomnir :)

Föstudagur: Litlu jól - Dagurinn byrjar kl. 08:30 og eru nemendur komnir í jólafrí um ellefu leytið!

 

Vikan 8.-12.des

 

Hér eru myndir frá árshátíðarballi 10.bekkjar.

https://plus.google.com/u/0/photos/105723324546978702049/albums/6090141782509976257

 

Síðasta alvöru vikan fyrir dásamlegt jólafrí!

Það sem ber einna helst eru fræðslur fyrir 9.bekk.

Á þriðjudag fá nemendur heimsókn frá Landsbankanum. Þar verður talað um fjármál, vexti og innlán. Gaman af því.

Á miðvikudaginn verður farið í heimsókn upp í Norðurorku. Strákarnir fara fyrst kl. 09.00 og stúlkur kl. 11.

Strákar eiga að mæta upp í skóla á venjulegum tíma.

 

Næsta vika verður svo "jólatengt".

 

kv,

Kennarar

 

 

Vikan 1.-5.des

Hér er myndband af leikritinu góða sem nemendur unglingastigs settu á stokk.

Myndband

 

Í þessari viku fáum við tvær fræðslur - 

Aflið kemur og ræðir við 9.bekk.

Guðjón úr MA kemur og ræður við 8.bekk.

Að öðru leyti er þetta uppbrotslaus vika að mestu. Smá jólaföndur er þó í vikunni en ekki er gert ráð fyrir að eyða miklum tíma í það.

Verkefni þessa viku eru því eftirfarandi:

Próf: Ritun í íslensku - Þriðjudag

Próf: Stærðfræði - 9.bekkur - Föstudag

Maður og Náttúra - Sjálfspróf bls 61 í bókinni Maður og Náttúra

Danska - Þýðingar (sjá 12.des - danska - þýðingar hér til vinstri)

Íslenska - Ný lotuáætlun 

Enska - Ný lotuáætlun

 

 

Vikan 24.-28.nóv

 

Hljómsveit 9.bekkjar flytur hér lögin Flugvélar og Horfðu til himins á degi ísl.tungu í Síðuskóla.

 

Myndband

 

Kennsla í dönsku og þema mun hefjast á ný eftir viku hlé. Nemendur þurfa að halda vel á spöðunum í íslensku því aðeins er rúm vika í skilafrest á öllum 12 ritununum.  Einnig ætla nemendur í MA að koma og vera með jafnréttisfræðslu fyrir 10.bekk. Það mun gerast á þriðjudaginn 25.nóv kl. 10.10.
10.bekkur mun þennan sama þriðjudag fara í stutta könnun í stærðfræði. Tölur og talnafræði.

Á fimmtudaginn (27.nóv) verður stutt könnun í dönsku. Textinn verður settur á netið á mánudaginn til þess að lesa og þýða. Nemendur mega síðan taka textann með í könnun og verður spurt og svarað á dönsku.

2. des er könnun í íslensku - Ritun.

Á miðvikudaginn (26.nóv) eiga nemendur að skila verkefninu Bergtegundir. Þetta verkefni er að finna á forsíðu unglingadeildar.

 

Vikan 17.-21.nóv

Undirbúningur vegna árshátíðar heldur áfram í bland við annað skólastarf í næstu viku en nákvæmt tímaskipulag árshátíðardagsins (fimmtudagsins 20. nóv.).

 

Viljum svo aftur minna á að snakk og bíódagurinn er ekki næsta föstudag (21. nóv.) líkt og hjá öðrum bekkjadeildum skólans heldur annan mánudag (24. nóv.). Föstudaginn 21. nóv. mæta nemendur því í skólann samkvæmt stundaskrá (og já, það er sund) en fá mánudaginn sem uppbrotsdag í staðinn.

 
Hlökkum til að sjá ykkur á fimmtudaginn á árshátíðinni en skipulag yfir það hvaða nemendur sýna á hverri sýningu fyrir sig má finna inn á heimasíðu naustaskóla - naustaskoli.is

 

Dagskrá sjálfs árshátíðardagsins!

Mæting: 08:30.

Afmælishátíð skólans: 08:30 - 09:15 - Leikhópur 1 sýnir leikrit (c.a kl. 09.00)

Kakó og spil inn á svæði: Milli kl. 09.00 - 10.30

Magni mætir og spilar kl. 10.45

 

Hádegismatur: 11.45

 

Fyrsta sýning - 13.30- Leikhópur 2 sýnir leikrit

Önnur sýning - 15.30 -  Leikhópur 1 sýnir leikrit

Þriðja sýning- 17.30 -  Leikhópur 2 sýnir leikrit 

 

Hér er listi yfir verkefni nemenda fyrir hátíðina miklu

 

Vikan 10.-15.nóv

 

Í þessari viku eru æfingar fyrir árshátíð allsráðandi. Svo allir séu með það á hreinu hvert hlutverk þeirra er fyrir þessa hátíð þá er listinn hér

 

Einnig höfum við dag íslenskrar tungu á föstudaginn. Þar eiga nemendur að mæta í eftirfarandi skóla:

 

8.b- Brekkuskóli (Brynjólfur, Elmar, Ólafur, Atli, Eyþór - Alelda)

9.b- Síðuskóli (Hljómsveit - Horfðu til himins og Flugvélar)

10.b - Lundarskóli (Indíra og Sædís - Eplatré)

 

Mæting er kl. 08.45 í viðkomandi skóla.

Að gefnu tilefni er sund þegar dagskrá lýkur á föstudag.

 

Einnig viljum við minna nemendur og foreldra á föstudaginn 21.nóv. Þá er svokallaður bíó og snakk dagur í skólanum. Við hér í unglingadeildinni ætlum þó EKKI að hafa bíó og snakk dag þennan dag. Mánudagurinn 24.nóv verður notaður í það!

 

 

 

Fimmtudagur - 6.11.14

 

 

Góðverk vikunar!

 

Nokkrir drengir í unglingadeild Naustaskóla björguðu þessu litla greyi í gær!

Okkar kenning er sú að þessi fugl heiti Glókollur og sé nýr landnemi hér á Íslandi.

 

 

 

Þriðjudagurinn 14.okt

 

Göngutúr með íþróttakennurum!

Hér er verkefnalýsingin:

Eyjafjörður - seinni hluti

 

Hér er myndbandið:

Magnús að útskýra verkerfnið

 

Magnús er með útprentað eintak af verkefnalýsingu

 

Myndir úr vinnustund:

Vinnustund haust

 

Föstudagurinn 10.okt

 

Jæja öll, þá er enn einn föstudagurinn kominn og helgi framundan!

 

Ýmislegt hefur á daga okkar drifið. Helst ber að nefna viðtalsdag á mánudaginn. Við erum gríðarlega ánægð með fundina og erum að enn að vinna í því að laga og bæta starfið. Að sjálfsögðu tökum við öllum ábendingum og tillögum vel og það er ýmislegt sem er verið að endurskoða.

 

Í vikunni þurftu nemendur að skila eftirfarandi verkefnum:

Þema - Flekahreyfingar

Þema - Helming verkefnis Eyjafjörður (eru 6 spurningar)

Lesskilningskönnun í íslensku (9.b.drengir tekur könnun á mánudag)

Stærðfræði áætlun

Enska - Fylki Bandaríkjanna

Danska - Hlustun vinnubók og leikir

 

Gott væri ef foreldrar gætu athugað hjá börnum sínum hvernig vikan gekk og hvort mögulegt hafi verið að leggja aðeins meira á sig.

 

Næsta vika verður eins hefðbundin og hægt er að hafa upp-brots-fría-viku. Það hlakkar í okkur að fá að hafa nemendur heila viku því við höfum svo margt sem við viljum koma frá okkur:)

9.bekkur fer í stærðfræðikönnun þann 15.okt(miðvikudag).

Ný lota hefst í dönsku í næstu viku þar sem áherslan verður á lestur og orðaforða.

 

En eins og alltaf, ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar!

 

kv,

Maggi, Atli, Ása, Agnes, Árni, Herdís

 

Mánudagurinn 6.október

Góðan daginn!

Til að byrja með viljum við þakka foreldrum og nemendum kærlega fyrir góð viðtöl í dag. Okkur sýnist sem svo að gott hljóð sé í mannskapnum og að nemendur, kennarar og foreldrar séu sáttir við starfið sem af er vetri.

 

En á morgun hefst alvaran á ný. Nemendur sem ekki tóku náttúrufræðipróf síðastliðinn fimmtudag fá prófið í hendurnar. Þeir mega síðan að öllu óbreyttu vinna það:)

 

Á föstudaginn, 10.október, mun Ása leggja fyrir stutta könnun í 8.bekk. Nemendur fá ýtarlegar upplýsingar frá Ásu í vikunni.

 

Atli mun einni vera með "könnun" í íslensku í vikunni. Um er að ræða stutt og laggott verkefni í lesskilning sem nemendur taka í tíma og skila.

 

Þann 11.október eiga nemendur að skila svokölluðu svindlprófi - Þar fá nemendur að vinna verkefni í skólanum/heima og nota við það öll hjálpargögn sem þeim dettur í hug.

 

15.október mun 9.bekkur taka stutta könnun í stærðfræði svo gott er að allir byrji að hugsa um það.

 

Takk fyrir í bili,

Kennarar

 

Fimmtudagurinn 2.október

 

Sæl !
Bara minna ykkur á að á morgun er hinn mikli fótboltadagur grunnskóla Akureyrar. 
Nemendur sem ætla að taka þátt mæta því með fótboltagræjur í skólann. Við viljum að fótboltaliðin okkar reyni að klæðast svörtu vegna búningaleysis hér í skólanum.

8. bekkur og 10.bekkur eiga að mæta upp í skóla kl. 08.10.
9.bekkur mun hafa þetta öðruvísi vegna forvarnardagsins. Þeir eiga að mæta upp í Lundarskóla kl. 08:00. Gott væri ef krakkarnir kæmu á hjólum svo þau geti komist fljótt og örugglega upp í Boga.

Athugið að við gerum ekki ráð fyrir því að allir hafi áhuga á fótboltamótinu og því ætlar Árni að vera upp í skóla og hjálpa nemendum þar við lærdóminn. Nóg er víst að læra!

Svo viljum einnig minna á prófið sem er á fimmtudaginn. Sólin og sólkerfi heitir það og við bjuggum til lesefni fyrir það. Sú krækja er hér:

https://docs.google.com/document/d/1bYGSZdM8A3FDNcnpdQRvmPEduOCZmDWyXyTqMpo06ME/edit#

Einnig lásum við upp lestextan svo nú geta nemendur lesið og hlustað um leið. Það er þessi krækja:

https://www.youtube.com/watch?v=NZ_4rbWraLE&list=UUYHT9dYU2ujDOX7dKiED0Tg

 

Í næstu viku verður könnun í lesskilning í Íslensku - Atli mun koma með upplýsingar varðandi það þegar nær dregur.

kv, 
Kennarar unglingadeildar

 

Föstudagurinn 26.09.14

 

Sæl öll!
Þessi vika hefur verið viðburðarík og ansi skemmtileg. Samræmdu prófin voru lögð fyrir 10.bekk og voru þau jafn skemmtileg og hressandi og venjulega. Kökudagurinn var haldinn hátíðlegur í gær (fimmtudag) og er óhætt að segja að nemendur í 8.-9.bekk hafi staðið við sitt. Annað eins kökuhlaðborð hefur ekki sést hér á bæ. Hægt er að sjá myndir hér:

https://plus.google.com/photos/104813019371425926654/albums/6063377914511495217


Í næstu viku er ýmislegt á dagskránni. Þar má m.a annars nefna fótboltamót miðvikudaginn 1.okt og Forvarnardaginn þann sama dag.

Könnun verður lögð fyrir nemendur á fimmtudaginn kl. 10:10. Þessi könnun er um sólina og mun Magnús setja inn lesefni á naustaskoli.tk handa nemendum á mánudaginn.

Á föstudaginn verða nemendur svo í leyfi vegna haustþings kennara. Að auki er viðtalsdagur mánudaginn 6.okt.

En við segjum þá bara góða helgi:)

 

 

Fimmtudagurinn 18.09.14

 

Frá skólastjóra: 

Um leið og við biðjum ykkur að vera vakandi fyrir því að kemba börn ykkar reglulega og láta vita ef lús finnst, viljum við vekja athygli á að heilsugæslan hefur nú gefið út nýjar verklagsreglur til grunnskóla bæjarins ef lús greinist.  Breytingin felst í því að nú er ætlast til að barn sé heima í einn dag eftir meðferð og sé þá kembt tvisvar sinnum til að ganga örugglega úr skugga um að meðferðin hafi borið árangur.  Þessi breyting er gerð af gefnu tilefni vegna þess að hér á Akureyri munu ítrekað hafa komið upp tilfelli þar sem meðferð mistekst og börnin mæta aftur í skólann með lifandi lýs meðferðis og hugmyndin er að tryggja algjörlega að slíkt hendi ekki.  Með von um áframhaldandi gott samstarf og vökul augu.    

 

ÁFJ

 

Mánudagurinn 15.09.14

 

Sæl öll !

Þökk sé glæsilegri ferð kennara í Fjallabyggð síðasta föstudag að pósturinn kemur á mánudegi. Biðjumst afsökunar á því.

 

Síðasta vika gekk virkilega vel og eru hlutirnir smám saman að detta í góða rútínu. Nemendur eru að læra á stundaskrá, mismunandi stofur/svæði og hvað á að taka með hverju sinni. Okkur líst gríðarlega vel á þessa góðu byrjun.

 

Á fimmtudaginn í síðustu viku var kosið í nemendaráð. Þar var öllum nemendum mokað fram á sal, haldnar ræður og kosningar. 

Eftirfarandi nemendur hlutu kosningu í ráðið:

Í 10.bekk voru það Signý(formaður), Sylvía og Indíra (varamaður).

Birgir var kosinn fyrir 9.bekk og Freyr er hans varamaður

Í 8.bekk var það Brynjólfur sem var valinn og Ólafur kosinn varamaður

 

Þann sama dag komu foreldrar í heimsókn til okkar og vorum við virkilega ánægð með þann fund. Vel var mætt og vonandi þótti fólki þetta upplýsandi hjá okkur.

 

Þessi vika er síðan meira og minna kennd eftir stundaskrá. Á föstudaginn verður þó brunaæfing kl. 10:30 og er það alltaf jafn gaman.

Í dönsku eiga allir nemendur sem eru í dönsku að taka munnlegt próf í dönsku. Það tekur einungis um 3 mínútur og munu nemendur fá undirbúningsblöð í dag og á morgun.

 

Á fimmtudaginn eiga nemendur í 8. og 9. bekk að flytja fyrirlestur um ofurhetjur á ensku. Flestir eru klárir með sinn fyrirlestur en gott væri ef foreldrar gætu athugað stöðuna hjá sínu barni.

 

Í lokin viljum við svo bara minna á samræmd próf sem eru á dagskrá í næstu viku. Það verður gaman hjá 10.bekk þá :)

 

Kv,

Kennarar unglingastigs

 

 

 

Föstudagurinn 5. september. 2014

 

Sæl öll,

 

Vikan hefur gengið mjög vel en hefur þó mikið snúist um að allir eru að reyna að finna út úr því hvar þeir eiga vera á hverjum tíma.

 

Fimmtudaginn 11. september er foreldramorgun frá 8:10 - 9:00.Nemendur fá að mæta kl. 9:00 þennan dag. Strax eftir spjallið langar okkur að biðja foreldra nemenda í 10. bekk að staldra örlítið lengur við vegna  fjáöflunar komandi vetrar.

 

Föstudaginn 12. september er starfsdagur kennara og því fá nemendur langt helgarfrí, held að það kvarti enginn yfir því !!!

 

Kveðja kennarar

 

 

Útivistardagurinn 

 

Hér eru nokkrar myndir frá síðasta föstudegi

 

Föstudagurinn 29.ágúst. 2014

 

Sæl

 

Vikan gekk vel í unglingadeildinni. Nemendur voru að venjast nýjum hópum og nýju skipulagi og er starfið nokkurn veginn komið í fastar skorður.

Í dag var útivistardagurinn og gekk hann ljómandi vel, enda rjómablíða.

Næsta vika verður með hefðbundnu sniði, engin uppbrot í skólastarfinu eða óvæntar uppákomur.

Við hvetjum foreldra til að hafa samband við kennara ef einhverjar vangaveltur eru varðandi skólastarfið.

 

Kveðja, kennarar

 

Föstudagurinn 22.08.14

Sæl og blessuð!

Þá er þessum mikla fyrsta skóladegi lokið og hann hefur verið fjörugur og skemmtilegur. Við tókum þá umdeildu ákvörðun að byrja strax að kenna eftir stundaskrá og gekk það bara vel. Í næstu viku höldum við áfram að "skóla" nemendur til og verður mikið nám í gangi.

 

Við viljum hvetja alla nemendur sem geta að mæta með spjaldtölvur og tölvur ef hægt er. Stefnt er á mikla speglaða kennslu o.s.frv. í vetur og viljum við hafa tæki fyrir alla.

Við getum skaffað lykla svo hægt sé að læsa tækin inn í skáp ef það þarf.

 

Ef nemendur hafa áhuga á þá mega þeir koma með borðtennisspaða til þess að nota í frímínútum og eftir skóla.

 

Hér er svo skilaboð frá íþróttakennurum skólans

 

Útivist.

Allir nemendur skólans verða í útivist einu sinni í viku allan veturinn. Fyrir þessa tíma þarf að athuga með veðurfar og hafa barnið búið undir klukkustunda útiveru þann daginn. Hafa aukasokka og annan viðeigandi aukabúnað í tösku þann daginn og athuga vel skóbúnað barnsins. Mætingin í útivist er í andyri skólans.

 

Íþróttir

Íþróttir byrja strax inni og eru íþróttatímar einu sinni í viku allan veturinn. Nemendur í 1.-3. bekk verða í Síðuskóla og mæta í rútuna fyrir utan skólann sem kemur þeim á áfangastað og aftur heim að loknum tíma. 4-10.bekkur er eins og vanalega í KA heimilinu. 

Nemendur eiga að koma með viðeigandi klæðnað með sér í íþróttatímana s.s. íþróttabuxur stuttar eða síðar og íþróttabol. Æskilegt er að nemendur fari í sturtu að íþróttatíma loknum, skólareglur segja að allir eigi að fara í sturtu. Við munum leggja mesta áhersluna á að 1-3.bekkur fari í sturtu, þau eldri eru oft að koma í lok dagsins og þeirra síðustu tímar í skólanum og er því erfitt að skylda þau þá í sturtu. Mörg að fara beint á aðrar æfingar. 

Ef nemendur mæta í íþróttafatnaði er ætlast til að þau skipti eftir tímann, ekki vera í sömu fötum í íþróttum sem þau svitna í og beint aftur í skólann.

 1.-3. bekkur er berfættur í íþróttatímum en æskilegt að nemendur í 4.-10. bekk mæti með skó í íþróttatíma. 

 

Sund

Nemendur eru í sundi einu sinni í viku. Nemendur eiga að vera í sundfötum við hæfi í sundtímum. Ef nemandi vill nota sundgleraugu þá er best að hann mæti með sín eigin gleraugu. Leyfi skal skila inn til umsjónarkennara sem kemur þeim áfram til sundkennara. 

 

Á föstudaginn í næstu viku er svo útivistardagur Naustaskóla og hér eru nákvæmar upplýsingar um hann:

Útivistardagurinn 2014

 

Kv,

Kennarar

 

 

Fimmtudagurinn 21.08.2014

 

Skólasetning hjá unglingadeild

Árni: Stoðkennari

Agnes: Stuðningsfulltrúi

Námsgreinar

Íslenska: Atli

Stærðfræði: Ása

Enska: Herdís

Danska: Magnús

Þema: Magnús

 

Dæmi um Stundaskrá: Föstudagurinn

Breytingar á vali: Ef þið sjáið eitthvað vitlaust í vali eftir hádegi, talið þá við Öllu.

Áætlun: Allir nemendur fá áætlun fyrir hverja námsgrein.

Samvera: Fellur niður í vetur :)

Íþróttir:

Útiíþróttir á hverjum þriðjudegi (hjá öllum)

Er eftir hádegi á fimmtudögum

Sund kl. 11.45 á föstudögum (stelpur)

Sund kl. 12.25  á föstudögum (strákar)

Heimanám: Ef nemendur vinna vel í skólanum 

Tækja- og Símamál: Hvetjum alla til þess að mæta með Ipad/tölvu.

Reglur um notkun verða kynnt í gæðahring á morgun

 

 

 

Næstu dagar....

Dejlige DK - Klára heftin fyrir 11.maí
29.5-8.og 9. b. ÍSLpróf-skáldsögur
05.05. Skil á 2. tímabili í Spotlight
11. maí - Skil á Role model í ensku
21.05. Skil á 3. tímabili í Spotlight
2.6-10.bekkur-Synir duftsins
1.6-Málfræðipróf-8.-10.b.
bottom of page